Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjóarinn síkáti: Keppt í flökun, netagerð, kappróðri, sjómanni, kerlingahlaupi og íþróttum
Fimmtudagur 26. maí 2011 kl. 10:06

Sjóarinn síkáti: Keppt í flökun, netagerð, kappróðri, sjómanni, kerlingahlaupi og íþróttum

Nú eru aðeins 8 dagar í Sjóarann síkáta. Í fyrra var haldin Íslandsmeistarakeppni í netaviðgerðum á Sjóaranum síkáta sem tókst afbragðs vel. Sú keppni verður endurtekin í ár og jafnframt verður endurvakin Íslandsmeistarakeppni í flökun á vegum Fisktækniskólans. Þá verða ýmsar aðrar skemmtilegar keppnir eins og t.d. í kappróðri, koddaslag, kararóðri, sjómanni, kerlingahlaupi og ýmsum íþróttaviðburðum fyrir unga sem aldna, þar á meðal fótboltamót hverfanna, hestamannamót, golfmót o.fl.

Hér eru nokkrir dagskrárliðir á laugardeginum á Sjóaranum síkáta:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

14:30 - Kappróður í höfninni. Land- og sjósveitir karla og kvenna. Lið frá hverju hverfi taka þátt.

15:30 Íslandsmeistarakeppni í netaviðgerðum. Umsjón: Fisktækniskóli Íslands og Veiðafæraþjónustan í Grindavík. Keppnin fer fram á Kvíabryggju (smábátahöfninni). Skráning og nánari upplýsingar; Lárus Þór Pálmason, sími 899 8483 og netfang: [email protected]  

15:30 Íslandmeistarakeppni í flökun. Umsjón: Fisktækniskóli Íslands. Keppnin fer fram í húsnæði Vísis. Skráning og nánari upplýs-ingar; Lárus Þór Pálmason, sími 899 8483 og netfang: [email protected]  

Íþróttamót á laugardegi:
08:00 Golfklúbbur Grindavíkur: Golfmótið „Sjóarinn síkáti open"
á Húsatóftarvelli. Verðlaun verða frosnar fiskafurðir frá Þorbirni hf. eins og ávallt hefur verið svona í tilefni sjómannadagsins ásamt öðrum verðlaunum. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 4 sætin. Einnig verða námundarverðlaun á öllum par 3 holunum. Leikið er með Texas Scramble fyrirkomulagi
Hámarksforgjöf kk er 24 og kvk 28.
Þátttökugjald er 3.500 kr

9:00 - 14:00 Sundmót Sjóarans síkáta. Sunddeild UMFG sér um mótið en vel á annað hundruð keppendur mæta til leiks í Sundlaug Grindavíkur. Glæsileg verðlaun.Sundlaugin verður opin almenningi frá kl. 10:00 - 20:00

10:00 Knattspyrnumót á æfingasvæði Grindavíkur í 6. flokki drengja. Keppt er í A, B, C og D liðum og er von á 200 þátttakendum, fyrir utan foreldra og forráðamenn.

10:00 Innanfélagsmót hestmannafélagsins Brimfaxa. Fer fram á hringvelli félagsins við hesthúsahverfið.

11:00 - Kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupið frá sundlauginni. Skráning og upplýsingar á staðnum.

Sunnudagur:
15:15 Koddaslagur,
kararóður og flekahlaup við höfnina.

17:15 Knattspyrnumót hverfanna.
Knattspyrnumót á Grindavíkurvelli á milli hverfanna fjögurra í Grindavík. Keppt er á hálfum velli, 10 í liði, 2x6 mínútur.
- Enginn meistaraflokksleikmaður má vera með.
- Liðsstjóri í hverju hverfi velur 16 leikmenn. 2 skulu vera 15-20 ára, fjórir skulu vera 21-30 ára, fjórir 31-40 ára, þrír 41-50 ára og þrír 51+. Að lágmarki skal vera ein kona úr hverjum aldurshóp. Skylda er að spila á strigaskóm (takkaskór bannaðir) og markvörður verður að vera í stígvélum. Leiknar verða 2x6 mínútur. Nota má leikmenn sem hafa leikið áður í knattspyrnumóti hverfanna, leikmenn verða að hafa lögheimili í sínu hverfi. Sjómenn eru boðnir sérstaklega velkomnir. Leiknir verða undanúrslitaleikir (dregið á staðnum) og svo úrslitaleikur. Liðin þurfa að mæta í búningum í sínum litum. Yfirdómari er Gunnlaugur Hreinsson.
Senda þarf liðsuppstillingu í síðasta lagi 2. júní á [email protected]