Heklan
Heklan

Mannlíf

Sjóarinn síkáti í Grindavík um helgina
Miðvikudagur 7. júní 2006 kl. 17:49

Sjóarinn síkáti í Grindavík um helgina

Sjóarinn síkáti verður haldinn í Grindavík nú um helgina eins og undanfarin ár og verður vegleg dagskrá í boði þar sem fjölbreytnin verður í fyrirrúmi.
Dagskráin hefst á föstudaginn með golfmóti og opnuð verður fróðleg heimildasýning í Saltfisksetrinu, svo eitthvað sé nefnt. Sundlaugarteiti verður við Sundlaug Grindavíkur og Bryggjuball um kvöldið þar sem hljómsveitin Papar heldur uppi fjörinu.
Á laugardaginn verður m.a. boðið upp á skemmtisiglingu sem seglskipinu The Swan, efnt verður til kappróðurs, Streethokký, pílukastkeppni og krakkarnir geta sprellað í ýmsum leiktækjum.
Á sunnudaginn, sjálfan sjómannadaginn, verður sjómannamessa og minningarathöfn þar sem lagður verður blómsveigur í minningu drukknaðra og týndra sjómanna.
Mikil hátíðarhöld verða við höfnina og Úlfar Eysteinsson, listakokkur, verður með saltfiskuppboð svo eitthvað sé nefnt.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25