Sjóarinn síkáti í Grindavík um helgina
Sjóarinn síkáti verður haldinn í Grindavík nú um helgina eins og undanfarin ár og verður vegleg dagskrá í boði þar sem fjölbreytnin verður í fyrirrúmi.
Dagskráin hefst á föstudaginn með golfmóti og opnuð verður fróðleg heimildasýning í Saltfisksetrinu, svo eitthvað sé nefnt. Sundlaugarteiti verður við Sundlaug Grindavíkur og Bryggjuball um kvöldið þar sem hljómsveitin Papar heldur uppi fjörinu.
Á laugardaginn verður m.a. boðið upp á skemmtisiglingu sem seglskipinu The Swan, efnt verður til kappróðurs, Streethokký, pílukastkeppni og krakkarnir geta sprellað í ýmsum leiktækjum.
Á sunnudaginn, sjálfan sjómannadaginn, verður sjómannamessa og minningarathöfn þar sem lagður verður blómsveigur í minningu drukknaðra og týndra sjómanna.
Mikil hátíðarhöld verða við höfnina og Úlfar Eysteinsson, listakokkur, verður með saltfiskuppboð svo eitthvað sé nefnt.
Dagskráin hefst á föstudaginn með golfmóti og opnuð verður fróðleg heimildasýning í Saltfisksetrinu, svo eitthvað sé nefnt. Sundlaugarteiti verður við Sundlaug Grindavíkur og Bryggjuball um kvöldið þar sem hljómsveitin Papar heldur uppi fjörinu.
Á laugardaginn verður m.a. boðið upp á skemmtisiglingu sem seglskipinu The Swan, efnt verður til kappróðurs, Streethokký, pílukastkeppni og krakkarnir geta sprellað í ýmsum leiktækjum.
Á sunnudaginn, sjálfan sjómannadaginn, verður sjómannamessa og minningarathöfn þar sem lagður verður blómsveigur í minningu drukknaðra og týndra sjómanna.
Mikil hátíðarhöld verða við höfnina og Úlfar Eysteinsson, listakokkur, verður með saltfiskuppboð svo eitthvað sé nefnt.