Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjóarinn síkáti eftir kosningar
Fimmtudagur 20. maí 2010 kl. 08:35

Sjóarinn síkáti eftir kosningar


Grindvíkingar undirbúa fleira en kosningar þessa dagana því nú styttist í hina árlegu bæjarhátíð Sjóarann síkáta sem fer fram fyrstu helgina í júní. Þar munu heimamenn og gestir þeirra skemmta sér með ýmsum hætti að ógleymdri metnaðarfullri skreytingakeppni milli bæjarhverfanna. Jafnframt verður keppt um það hvaða hverfi prjónar lengsta bútinn í trefilinn sem á að verða sá lengsti í heimi.

Á meðal nýjunga á Sjóaranum síkáta er sýning um fiskveiðar og fiskvinnslu í Grindavík á vegum Þorbjarnar og Íslandsmeistaramót í netaviðgerðum en hvort tveggja tengist að sjálfsögðu sjómennsku.

Föstudaginn 4. júní verður opnuð sýningin „Fiskveiðar og fiskvinnsla í Grindavík" á vegum Þorbjarnar hf. við Ægisgötu og Hafnargötu 12. Sýndir verða gamlir munir sem safnast hafa upp hjá fyrirtækinu í gegnum árin, sem eru bæði tengdir fiskveiðum og fiskvinnslu. Jafnframt verður myndasýning af starfseminni frá liðnum árum.  Sýningin verður í átta gluggum sem innréttaðir eru sem sýningargluggar í gömlu fiskmóttökulúgunum við gamla salthúsið, sem nú hýsir Veiðafæraþjónustuna ehf. við Ægisgötu. Einn sýningargluggi er svo að Hafnargötu 12 þar sem skrifstofa Þorbjarnar hf. er.

Íslandsmeistarakeppni í netaviðgerðum verður laugardag 5. júní í umsjón Fisktækniskóla Íslands og Veiðafæraþjónustunnar í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024