Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjö fengu umhverfisviðurkenningar í Reykjanesbæ
Séð inn í verðlaunagarð Hannesar Friðrikssonar og Þórunnar Benediktsdóttur að Freyjuvöllum 6.
Laugardagur 18. desember 2021 kl. 07:28

Sjö fengu umhverfisviðurkenningar í Reykjanesbæ

Sjö aðilar fengu viðurkenningu fyrir vel heppnuð umhverfisverkefni í Reykjanesbæ og voru þær afhentar 7. desember. Fyrr á árinu gátu íbúar sent ábendingar um vel heppnuð umhverfisverkefni og bárust fjölmargar ábendingar til valnefndar sem var leidd af Eysteini Eyjólfssyni formanni umhverfis og skipulagsráðs, Helgu Maríu Finnbjörnsdóttur fulltrúa í umhverfis og skipulagsráði og Berglind Ásgeirsdóttur umhverfisstjóra Reykjanesbæjar.

Eysteinn Eyjólfsson og Kjartan Már bæjarstjóri afhentu viðurkenningarnar í Hljómahöll við hátíðlega athöfn.

Umhverfisviðurkenningar 2021:

Viðurkenningar fyrir fallega og vel hirta garða hlutu íbúar að Freyjuvöllum 6 og Hraundal 1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðurkenningar fyrir vel heppnaða endurbyggingu á gömlu húsi hlutu íbúar að Veghúsi (Suðurgata 9) og Hafnargötu 16-18.

Viðurkenningar fyrir vel heppnað viðhald á parhúsi hlutu íbúar að Hátúni 21-23.

Viðurkenningu fyrir vel heppnað viðhald á fjölbýlishúsi hlaut Fífumói 5.

Viðurkenningu fyrir markvissa framkvæmd og uppbyggingu hlaut Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) fyrir Hlíðarhverfi.

Viðurkenningu fyrir markvissa framkvæmd og frágang hlaut Hug verktakar fyrir Vallarbraut 12.

Viðurkenningu fyrir að glæða bæinn lífi á skemmtilegan hátt hlaut Hughrif í bæ.

Viðurkenningu fyrir markvissa framkvæmd og uppbyggingu hlaut Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) fyrir Hlíðarhverfi.


Viðurkenningu fyrir markvissa framkvæmd og frágang hlaut Hug verktakar fyrir Vallarbraut 12.

Viðurkenningu fyrir að glæða bæinn lífi á skemmtilegan hátt hlaut Hughrif í bæ.