Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjö ára sóttur á sjóinn
Föstudagur 24. febrúar 2006 kl. 11:46

Sjö ára sóttur á sjóinn

Yngsti loðnusjómaður landsins er án efa Elfar Aron Daðason en hann er sjö ára. Peyinn á ættir sínar að rekja til Alla ríka en Elfar fór í stuttan loðnuróður út frá Reykjanesi með fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni, SU 11.

Elfar hitti fyrir um borð föður sinn Daða Þorsteinsson og afa sinn Þorstein Kristjánsson, skipstjóra á Aðalsteini, en Elfar er langafabarn Alla ríka.

Eftir rúmlega sólarhringsdvöl í Faxaflóanum um borð í Aðalsteini Jónssyni var haldið inn til hafnar í Helguvík þar sem Elfari var skutlað í land. Voru þar fyrir ættingjar Elfars og tóku vel á mót sæfaranum knáa.

Í samtali við Víkurfréttir sagðist Elfar ekkert hafa orðið sjóveikur og að hann hefði meira að segja fengið að stýra fleyinu. Eftir að hafa kysst pabba sinn bless þá hélt Aðalsteinn Jónsson aftur til veiða í Faxaflóann þar sem loðnan er að ganga.

VF – myndir/ JBÓ, [email protected]



 

 

 

 

 

Pabbinn smellir blesskossinum

Þorsteinn, afi Elfars, kveður úr brúnni

Aðalsteinn Jónsson heldur aftur á miðin

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024