Sjávarútvegsráðherra opnaði listsýningu í DUUS-húsum
Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, opnaði sl. laugardag myndlistarsýninguna Maður og haf í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus-húsum. Sýningin kemur frá Listasafni Íslands og samanstendur af úrvali verka eftir ýmsa helstu listamenn þjóðarinnar þar sem sjá má misjafna túlkun á sjónum og sjósókn Íslendinga. Sýningin er sérstaklega tileinkuð sjómönnum á Suðurnesjum í tilefni sjómannadagsins. Sýningin mun hins vegar standa til 13. júlí nk.Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru 14 talsins; Jón Stefánsson, Kristín Jónsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Jón Þorleifsson, Finnur Jónsson, Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Ágúst Petersen, Svavar Guðnason, Karl Kvaran, Sveinn Björnsson, Veturliði Gunnarsson og Eyjólfur Einarsson.
Listasafn Reykjansbæjar er opið alla daga frá 12:30 til 19:00.
Listasafn Reykjansbæjar er opið alla daga frá 12:30 til 19:00.