Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sjálfboðaliðadagur í Keflavíkurkirkju
Hópur sjálfboðaliða og starfsfólks Keflavíkurkirkju.
Laugardagur 19. október 2024 kl. 07:40

Sjálfboðaliðadagur í Keflavíkurkirkju

Sjálfboðaliðadagur í Keflavíkurkirkju var haldinn 15. september síðastliðinn. Voru þar mætt um áttatíu sjálfboðaliðar sem eru í einhverskonar sjálfboðinni þjónustu við kirkjuna, má þar nefna í kirkjukór, messuþjónustu, sóknarnefnd, fyrirbænahóp, hannyrðakonum, súpuþjónustu ásamt tónlistarfólki og fleirum sem tengjast starfinu með einu eða öðrum hætti. Þess má geta að hátt í 190 sjálfboðaliðar starfa við Keflavíkurkirkju og án þeirra væri starfið ekki eins metnaðarfullt og innihaldsríkt og það er í dag.

Dagurinn var styrktur af Kjalarnesprófastsdæmi. Skólamatur gaf dýrindis kjúklingasúpu og Soho gaf dásamlegt brauð og pestó. Guðmundur Brynjólfsson, djákni, var með erindi og jazz tríóið AHA spilaði ljúfa tóna undir borðhaldi.

Séra Fritz Már Jörgensson, prestur, Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi, Ívar Valbergsson, djákni, og séra Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta er í fyrsta sinn sem Sjálfboðaliðadagur er haldin í Keflavíkurkirkju. Að degi loknum var síðan sjálfboðaliðamessa þar sem Ívar Valbergsson var settur inn í embætti djákna við Keflavíkurkirkju en þess má geta að Ívar er sjálfboðaliði við kirkjuna. Dagurinn heppnaðist vel í alla staði og mikil ánægja var með alla dagskrána. Var þessi dagur haldin til að þakka sjálfboðaliðum fyrir vel unnin störf í þágu kirkjunnar. Keflavíkurkirkja vonar svo sannarlega að það verði hægt að endurtaka þennan viðburð, segir í samantekt frá kirkjunni um daginn.

Boðið var upp á súpu og brauð.

Jazz tríóið AHA spilaði ljúfa tóna undir borðhaldi.

Guðmundur Brynjólfsson, djákni, ræddi sjálfboðastarfið innan kirkjunnar.

Dagurinn endaði svo með sjálfboðaliðamessu þar sem ívar Valbergsson var settur í embætti djákna.