Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sjá sjötti Askasleikir - alveg dæmalaus
Mánudagur 16. desember 2013 kl. 16:00

Sjá sjötti Askasleikir - alveg dæmalaus

Þegar askarnir voru settir fyrir hunda og ketti til að sleikja var Askasleikir snöggur að ná í þá á undan. Hann kemur sjötti til byggða.

Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.-
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.

Jóhannes úr Kötlum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Íslensku jólasveinarnir eru jólavættir af tröllakyni. Foreldrar þeirra eru Grýa og Leppalúði og er Jólakötturinn húsdýrið þeirra. Hugmyndir um útlit jólasveinanna hefur verið breytilegt. Í fyrstu voru þeir taldir tröllum líkir, síðar í mannsmynd, en stórir, ljótir og luralegir.

Til að auðvelda íslenskum jólasveinum að muna í hvaða röð og hvaða daga þeir fara á milli húsa og gefa í skó, fengum við til liðs við okkur Huldu og Krumma hjá Raven Design til að nota myndir af jólasveinunum sem þau hafa hannað og selt.