Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sirrý tvöfaldaði sölu á milli ára
Sirrý Svöludóttir. Mynd í einkaeigu.
Fimmtudagur 20. febrúar 2014 kl. 15:59

Sirrý tvöfaldaði sölu á milli ára

- Yggdrasill hlaut á dögunum alþjóðlega viðurkenningu frá fæðubótaframleiðandanum NOW.

Keflvíkingurinn Sirrý Svöludóttir er sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins Yggdrasils, en fyrirtækið hlaut á dögunum alþjóðlega viðurkenningu frá fæðubótaframleiðandanum NOW sem besti samstarfsaðili framleiðandans 2014 (e. The Best Global Partner Award). Yggdrasill jók sölu á vörum NOW um 100% milli ára en enginn annar samstarfaðili hefur náð slíkum árangri. Þetta kemur fram á vísir.is.

NOW velur ár hvert alþjóðlegan samstarfsaðila sem hefur náð hvað mestum árangri í markaðsstarfi á vörumerkjum fyrirtækisins en þær eru seldar í 70 löndum víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið leggur áherslu á framleiðslu fæðubótarefna, matvara og snyrtivara án aukaefna en Yggdrasill hefur dreift vörum fyrirtækisins í yfir áratug.

Yggdrasill hefur verið starfandi á Íslandi síðan 1986 og sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á lífrænum vörum, fæðubótarefnum og öðrum heilsuvörum.

Hér að neðan má sjá myndband frá afhendingu viðurkenningarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024