Sirkus fyrir alla um allt land
Í lok júni og byrjun júlí verður hér á landi barna- og unglingasirkus frá Odense i Danmörku. Í hópnum eru um 35 manns. Það sem gerir þennan sirkus frábrugðin öðrum er að í öllu hans starf er fyrst og fremst hugsað um að gleðja börn og unglinga ásamt fjölskyldum þeirra án tillits til efna. Því er það grunnhugsun að sýningarnar verði þannig að aðgangur sé ókeypis fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Þetta hefur tekist með góðum stuðningi margra. Helstu styrktaraðilar hópsins að þessu sinni eru: Kjalarnesprófastsdæmi, Mosfellsbær, Samskip, Herjólfur, Fríkirkjan í Reykjavík, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Vestmannaeyjabær, Laxnes – hestaleiga, Hópferðir Inga og Hreiðar Örn Stefánsson. Þessum aðilum ber að þakka þeirra framlag. Hópurinn heldur nokkrar sýningar hér á landi og er frítt inn á allar sýningar hópsins.
Sirkusinn kemur til Reykjanesbæjar mánudaginn 1. júlí og munu sýningarnar fara fram í íþróttahúsinu í Njarðvík klukkan 10:00 og 13:00. Aðgangseyrir er eins og áður segir enginn.
Fyrir utan þessar sýningar mun hópurinn halda sérsýningar fyrir ungmenni á Goggamótinu í Mosfellsbæ og fyrir drengi í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi.
Sýningar hópsins eru í um 60 – 80 mínútur og er meðal annars um að ræða atriði með línudans, einhjóla reiðhjólum, trúðum og margskonar fimleikaæfingum ásamt mörgum öðrum skemmtilegum atriðum.
Þetta hefur tekist með góðum stuðningi margra. Helstu styrktaraðilar hópsins að þessu sinni eru: Kjalarnesprófastsdæmi, Mosfellsbær, Samskip, Herjólfur, Fríkirkjan í Reykjavík, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær, Vestmannaeyjabær, Laxnes – hestaleiga, Hópferðir Inga og Hreiðar Örn Stefánsson. Þessum aðilum ber að þakka þeirra framlag. Hópurinn heldur nokkrar sýningar hér á landi og er frítt inn á allar sýningar hópsins.
Sirkusinn kemur til Reykjanesbæjar mánudaginn 1. júlí og munu sýningarnar fara fram í íþróttahúsinu í Njarðvík klukkan 10:00 og 13:00. Aðgangseyrir er eins og áður segir enginn.
Fyrir utan þessar sýningar mun hópurinn halda sérsýningar fyrir ungmenni á Goggamótinu í Mosfellsbæ og fyrir drengi í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi.
Sýningar hópsins eru í um 60 – 80 mínútur og er meðal annars um að ræða atriði með línudans, einhjóla reiðhjólum, trúðum og margskonar fimleikaæfingum ásamt mörgum öðrum skemmtilegum atriðum.