Silfurskuggar með nýtt lag
Hljómsveitin Silfurskuggar hefur gefið út nýtt lag sem heitir Þegar tíminn stóð kyrr. Í laginu er sungið um ástina og þá von sem hún getur vakið þegar öll sund virðast lokuð.
Lagið er eftir bassaleikara sveitarinnar, Pálmar Guðmundsson, en það er Adólf Marínósson sem syngur og spilar á gítar, auk þess sem að hann stjórnaði upptökum. Með þeim í þessu lagi eru Kristinn Hallur Einarsson sem spilar á hljómborð og Halldór Lárusson sem trommar. Það var svo Ingi Þór Ingibergsson sem hljóðblandaði.
Lagið er nú aðgengilegt á helstu streymisveitum og fyrir þá sem vilja kynna sér sveitina nánar geta fundið frekari upplýsingar á samfélagssíðum hennar.
Smelltu á merkið til að hlusta á lagið Þegar tíminn stóð kyrr