Þegar síldin tók flugið
Það var í janúarmánuði 2013 þegar verið var að sprengja vegna dýpkunarframkvæmda í Grindavíkurhöfn að töluvert magn af síld drapst. Einhverra hluta vegna hafði síld gengið inn í höfnina, eitthvað sem menn rak ekki minni til að hafi gerst áður í svona miklu magni.
Þegar svo ein sprengingin reið af þá hreinlega tók síldin flugið, eðlilega brugðið við lætin. Töluvert af síldinni drapst en sumt virtist nú bara vankast og svo jafna sig. Í kjölfarið tók svo við heilmikil átveisla hjá fuglinum.
Eins dauði er annars brauð – eins og þar stendur.