Síldarstemmning á árshátíð Reykjanesbæjar
Það var sannkölluð síldarstemmning á árshátíð Reykjanesbæjar sem fram fór í Officeraklúbbnum á Vallarheiði í gærkvöldi. Af hverju síldarstemmning? Jú, salir klúbbsins voru þétt setnir og varla hægt að koma fleirum fyrir í húsinu. Annars var amerískur andi í loftinu á þessari árshátíð bæjarstarfsmanna og dollarar út um öll gólf. Ljósmyndari Víkurfrétta gerði stuttan stans í húsinu og tók syrpu af myndum sem væntanlegar eru á vf.is í fyrramálið, mánudagsmorgun.