Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigurveig sýnir í Hvammi
Föstudagur 8. júní 2007 kl. 08:04

Sigurveig sýnir í Hvammi

Myndlistakonan Sigurveig Þorleifsdóttir, Lilla, opnar á laugardag sýningu á verkum sínum í Hvammi, Suðurgötu 15-17. Verkin eru 30 talsins, flest unnin í olíulitum, en einnig nokkur vatnslita- og akrýlverk.


Sigurveig hefur stundað list sína allt frá æsku og numið hjá ýmsum kennurum, lengst af hjá Margréti Jónsdóttur en einnig hjá Hermanni Árnasyni og síðustu þrjú ár hjá Eyþóri G Stefánssyni.


Sýningin stendur í um eina og hálfa viku og er opin á milli 17 og 22 alla dagana.

VF-mynd/Þorgils: Sigurveig með eina myndina sem verður á sýningunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024