Sigurvegari í orku- og umhverfisflokki nýsköpunarkeppni úr Gerðaskóla
Sigurður Eysteinn Gíslason, nemandi í 10. bekk Gerðaskóla, stóð uppi sem sigurvegari í orku-og umhverfisflokki nýsköpunarkeppni grunnskólanna sem nýlega fór fram. Lokahóf keppninnar fór fram í Grafarvogskirkju í Reykjavík í dag og afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verðlaun.
Þetta er frábær árangur hjá Sigurði og mikill heiður fyrir Gerðaskóla, segir á vef Sveitarfélagsins Garðs. Hugmyndir Sigurðar Eysteins Gíslasonar og Jónasar Inga Magnússonar voru til sýnis í Grafarvogskirkju en sýningin var formlega opnuð af forseta Íslands.
Hugmynd Sigurðar heitir Vatnsrörsrafall fyrir batteríshleðslu og Jónas Ingi lagði til hugmynd um leguhlífar fyrir hjólabretti.