Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigurvegari í orku- og umhverfisflokki nýsköpunarkeppni úr Gerðaskóla
Mánudagur 21. september 2009 kl. 17:07

Sigurvegari í orku- og umhverfisflokki nýsköpunarkeppni úr Gerðaskóla

Sigurður Eysteinn Gíslason, nemandi í 10. bekk Gerðaskóla,  stóð uppi sem sigurvegari í orku-og umhverfisflokki nýsköpunarkeppni grunnskólanna sem nýlega fór fram. Lokahóf keppninnar fór fram í Grafarvogskirkju í Reykjavík í dag og afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verðlaun.

Þetta er  frábær árangur hjá Sigurði og mikill heiður fyrir Gerðaskóla, segir á vef Sveitarfélagsins Garðs.  Hugmyndir Sigurðar Eysteins Gíslasonar og Jónasar Inga Magnússonar voru til sýnis í Grafarvogskirkju en sýningin var formlega opnuð af forseta Íslands. 

Hugmynd Sigurðar heitir Vatnsrörsrafall fyrir batteríshleðslu og Jónas Ingi lagði til hugmynd um leguhlífar fyrir hjólabretti.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024