Sigurbergur er FS-ingur vikunnar
Sigurbergur Bjarnason er 18 ára nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kóngulær hræða hann, hann elskar að spila fótbolta og stefnir á að læra byggingarfræði í Danmörku.
FS-ingur:
Sigurbergur Bjarnason.
Á hvaða braut ertu?
Húsasmiðabraut í FS.
Hvaðan ertu og aldur?
Ég er úr Njarðvík og er 18 ára.
Helsti kostur FS?
Það eru helvítis kóngar og drottningar sem vinna þar.
Áhugamál?
Fótbolti í fyrsta sæti.
Hvað hræðistu mest?
Kóngulær.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Það er er sennilega einhver sem tengist tónlist eða íþrótt.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Egill Darri Einarsson.
Hvað sástu síðast í bíó?
Nýju Kings Man.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Nocco og Redbull.
Hver er þinn helsti galli?
Vinstri fóturinn.
Hver er þinn helsti kostur?
Hægri fóturinn.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Facebook, Instagram og Snapchat.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Fá stoð aftur fyrir hádegi.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
„I like dat“.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Núna er félagslífið í FS hrein skita, nefndirnar verða að rífa þetta í gang ASAP.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Atvinnumennskan í fótboltanum er plan A. Það hefur alltaf heillað mig að spila með A-landsliðinu. Ég hef hins vegar verið að glíma við meiðsli og þurft að hvíla í ár. Ég mun svo alltaf mennta mig líka og eins og staðan er núna er ég hrifinn af byggingariðnaði. Ég væri til í að fara í háskóla í Danmörku.
Hver er best klæddur í FS?
Axel Ingi.
Eftirlætis-
Kennari: Gunni smíðakennari. Bjössi og Þorvaldur koma svo sterkir inn eftir á.
Fag í skólanum: Timburhús, (TIH10AL).
Sjónvarpsþættir: Stranger Things.
Kvikmynd: Batman The Dark Knight.
Hljómsveit/tónlistarmaður: XXX Rottweiler
Leikari: Johnny Depp, ég elska hann.