Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sigrún og Guðmundur misstu 37 kg á tólf vikum
Superform þjálfararnir, Hafdís, Árni, Sævar, Inga Lára og Birgitta.
Föstudagur 13. apríl 2018 kl. 06:00

Sigrún og Guðmundur misstu 37 kg á tólf vikum

- súperfjör á árshátíð Superform. 200 þátttakendur í áskorun. Sigurvegari missti 20 kg. á 12 vikum

Guðmundur Viðar Berg og Sigrún Pétursdóttir sigruðu í Superform áskoruninni sem lauk 7. apríl sl. Superform er eitt vinsælasta æfingakerfið í Sporthúsinu í Reykjanesbæ en nokkur hundruð manns sækja tíma í því reglulega undir stjórn Sævars Borgarssonar og fleiri leiðbeinenda.

Í Superform áskoruninni er aðaláhersla lögð á lífsstílsbreytingu og að þessar tólf vikur sem áskorunin stendur yfir sé aðeins upphaf á þeirri breytingu. Keppendur fá matarprógröm, næringarfyrirlestur (matarræði án öfga) og svo hvatningar- og markmiðafyrirlestur þar sem lögð er áhersla á að hjálpa fólki að setja sér langtímamarkmið og um leið hugarfarsbreytingu hvað varðar hreyfingu og næringu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Superform áskoruninni lauk 7. apríl með veglegri veislu og skemmtidagskrá í Stapanum. Simmi Vill var veislustjóri, Ingó veðurguð tók nokkur lög og DJ Ægir og Dýrið héldu síðan uppi stuðinu. Hápunktur kvöldsins var verðlaunaafhending Superform áskorunarinnar.

Alls tóku 187 manns þátt í áskoruninni, 129 konur og 57 karlar. Heildarverðlaunin fyrir fyrstu þrjú sætin voru 2,1 miljón.

Karlar

1. sæti Guðmundur Viðar Berg

•    Upphaf keppni: Þyngd: 104,8 kg  Fituprósenta: 24,8%

•    Lok keppni: Þyngd: 88,2 kg   Fituprósenta: 14,7%

•    Niðurstaða: Niður um 16,6 kg og 10,1 fituprósent


2. sæti Rúnar Gissurarson

•    Upphaf: keppni: Þyngd: 114,3 kg. Fituprósenta 29,8%

•    Lok keppni: Þyngd 87,9 kg. Fituprósenta: 20,2%

•    Niðurstaða: Niður um 26,4 kg og 9,6 fituprósent


3. sæti Hartmann Rúnarsson

•    Upphaf keppni: Þyngd: 82,3 kg. Fituprósenta: 21,8%

•    Lok keppni: Þyngd: 72 kg. Fituprósenta: 17,4

•    Niðurstaða: Niður um 14,2 kg og 5,2 %


Konur

1. sæti Sigrún Pétursdóttir

•    Upphaf keppni: Þyngd: 89,5 kg. Fituprósenta: 33%

•    Lok keppni: Þyngd: 69,2 kg. Fituprósenta: 23%

•    Niðurstaða: Niður um 20,3 kg og 10%


2. sæti Johanne Kristin Skjönhaug

•    Upphaf keppni: Þyngd: 80,5 kg. Fituprósenta: 28,6%

•    Lok keppni: Þyngd: 66,7 kg. Fituprósenta: 14,1%

•    Niðurstaða: Niður um 13,8 kg og 14,5 fituprósent


3. sæti Margrét Rut Sörensen

•    Upphaf keppni: Þyngd: 81,6 kg. Fituprósenta: 32,3%

•    Lok keppni: Þyngd: 67,6 kg. Fituprósenta: 24,3

•    Niðurstaða: Niður um 14, kg og 9 fituprósent


Þess má geta að tvö pör unnu til verðlauna. Hartmann og Margrét, Guðmundur og Johanne.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í gleðinni í Stapanum á laugardaginn.

Guðmundur og Sigrún urðu í 1. sæti.

Rúnar og Johanne urðu í 2. sæti.

Margrét og Hartamann í 3. sæti.