Sigrún Gróa datt í lukkupottinn
	Sigrún Gróa Magnúsdóttir datt í lukkupottinn í Änglamark bleiuleiknum í Nettó. Hún fékk 30.000kr. gjafabréf í Nettó ásamt gjafakörfu með Änglamark barnavörum. Sigrún Gróa skilaði inn þátttökuseðli ásamt kassakvittun sem sýndi kaup á Änglamark vörum í kassa í Nettó í Reykjanesbæ.
	
	Änglamark bleiurnar eru ofnæmisprófaðar, umhverfisvænar og innihalda engin ónauðsynleg aukaefni svo sem ilm- og mýkingarefni.
	
	Á meðfylgjandi mynd eru þau Sigrún Gróa Magnúsdóttir og Bjarki Þór Árnason, verslunarstjóri Nettó í Reykjanesbæ, með gjafakörfuna frá Änglamark.
	
	VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
	 


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				