Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigrar Vox Felix Kórar Íslands?
Miðvikudagur 8. nóvember 2017 kl. 22:55

Sigrar Vox Felix Kórar Íslands?

-Suðurnesjamenn hvattir til að kjósa

Sönghópurinn Vox Felix er kominn í úrslit í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands en lokaþátturinn verður haldinn sunnudaginn næsta 12. nóvember kl. 19:10 í beinni útsendingu á Stöð 2.

Sönghópurinn er skipaður ungmennum á Suðurnesjum sem vakið hafa athygli fyrir kraftmikinn söng og líflega framkomu.



Að sögn Elmars Þórs Haukssonar kórfélaga hefur þátttakan í keppninni verið skemmtileg áskorun fyrir hópinn en stífar æfingar hafa staðið yfir hjá félögum að undanförnu en stjórnandi kórsins er Arnór B. Vilbergsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er bara mjög gaman að taka þátt í nýjum verkefnum og skora þannig á okkur. Hópurinn er mjög samstilltur svo þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur og góð stemmning fyrir keppninni á sunnudaginn. Við viljum bara hvetja sem flesta Suðurnesjamenn til þess að taka þátt og kjósa okkur."

Alls keppa sex kórar til úrslita á sunnudaginn um titilinn Kór Íslands en úrslitin ráðast í símakosningu. Vox Felix er fyrst á svið og númerið þeirra er 900-9001.

Ég lifi í draumi sem kórinn flutti í fyrsta þættinum

Mundu mig sem kórinn flutti í síðasta þætti

Hér má fylgjast með Vox Felix á Facebook.