Sigraðist á Keili í dag - Esjan og Everest næst!
Ásdís Helgadóttir úr Sandgerði lét draum sinn rætast er hún gekk á Keilir ásamt foreldrum sínum og Elínu systir sinni. Ásdís er fötluð, einhverf og þroskaheft, og hefur lengi borið þann draum í brjósti að ganga á Keilir. Í nánast hvert sinn er hún hefur ekið Reykjanesbrautina hefur hún spurt foreldra sína, "hvenær eigum við að fara".
Þar sem fætur Ádísar hafa ekki alltaf verið í sem bestu ásigkomulagi, ökklabrot og tvær aðgerðir á hné, fyrr en nú þá var ákveðið að ráðast á Keili og „klífa“ hann. Gangan var löng og ströng yfir urð og grjót og afskaplega bratt upp í mót. Hávaða rok og nístingskuldi var á leiðinni og jókst eftir því sem ofar dró en Ásdís lét það ekkert á sig fá og arkaði upp eins og herforingi. Næst verður tekist á við Esjuna og síðan er náttúrulega Mt. Everest eftir. Elín systir hennar var að fara upp í annað sinn og hljóp nánast alla leið.
Þar sem fætur Ádísar hafa ekki alltaf verið í sem bestu ásigkomulagi, ökklabrot og tvær aðgerðir á hné, fyrr en nú þá var ákveðið að ráðast á Keili og „klífa“ hann. Gangan var löng og ströng yfir urð og grjót og afskaplega bratt upp í mót. Hávaða rok og nístingskuldi var á leiðinni og jókst eftir því sem ofar dró en Ásdís lét það ekkert á sig fá og arkaði upp eins og herforingi. Næst verður tekist á við Esjuna og síðan er náttúrulega Mt. Everest eftir. Elín systir hennar var að fara upp í annað sinn og hljóp nánast alla leið.