Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sign hefur tónleikaför um landið í Keflavík
Mánudagur 14. nóvember 2005 kl. 12:00

Sign hefur tónleikaför um landið í Keflavík

Hljómsveitin Sign tilkynnir 10 daga tónleikaferð um Ísland undir yfirskriftinni Fréttablaðið ferðast með Sign. Hefst ferðin í Reykjanesbæ mánudaginn 21. nóvember þegar sveitin kemur frá í Frumleikhúsinu ásamt heimahljómsveitinni LENU.

Þetta er önnur tónleikaferð Sign á tveimur mánuðum en í október hélt sveitin 10 útgáfutónleika hringinn í kringum landið í tilefni af af útgáfu geisladisks þeirra, Thank God for Silence. Diskurinn hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og þykir með allra bestu rokk plötum sem komið hafa út á Íslandi á síðustu árum. Allir tónleikarnir voru mjög vel sóttir og eftirspurn hefur veri eftir frekara tónleikahaldi.

Að þessu sinni slæst Fréttablaðið í för rokkurunum og birtir blogg frá Sign liðum af ferðinni.

Rás 2 hitar jafnframt upp fyrir túrinn með því að senda út upptökur af tónleikum Sign frá Airwaves hátíðinni. Útsendingin verður mánudagskvölið 21. nóvember nk.

Fréttablaðið ferðast með Sign:

Mánudagur 21. nóvember
Reykjanesbær, Frumleikhúsið ásamt LENA, kl. 20.00

Þriðjudagur 22. nóvember
Akranes, Bíóið ásamt Worm is Green, kl. 20.00

Föstudagur 25. nóvember
Akureyri, Sjallinn ásamt Nevolution og amor e morte, kl. 20.00

Laugardagur 26. nóvember
Neskaupstaður, Verkmenntaskólinn, kl. 20.00

Sunnudagur 27. nóvember
Blönduós, Félagsheimilið ásamt Deathtrap, kl. 20.00

Mánudagur 28. nóvember
Sauðárkrókur, Fjölbrautarskólinn kl. 20.00

Þriðjudagur 29. nóvember
Grundarfjörður, Félagsheimilið ásamt Violent Breed, kl. 20.00

Fimmtudagur 1. desember
Vestmannaeyjar, Prófasturinn kl. 20.00

Föstudagur 2. desember
Kópavogur, Þebu "Rokkfest" til styrktar Sjónarhól kl. 20.00

Laugardagur 3. desember - fyrir alla aldurshópa
Reykjavík, Gaukur á Stöng ásamt Telepathetics, kl. 17.00

Laugardagur 10. desember
Reykjavík, Gaukur á Stöng, kl. 00.00
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024