Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigmundur Davíð mætti til Sandgerðis
S. Hilmar Guðjónsson kosningastjóri og Sigmundur Davíð forsætisráðherra.
Fimmtudagur 15. maí 2014 kl. 08:26

Sigmundur Davíð mætti til Sandgerðis

Opnun kosningaskrifstofu B-listans

B-listinn í Sandgerði opnaði formlega kosningaskrifstofuna sína laugardaginn 3. maí. Flokkurinn bauð gestum upp á kaffi og kökur og var almennt mikil ánægja með veitingarnar. Krakkarnir fengu svo blöðrur og skemmtu sér konunglega.

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Páll Jóhann Pálsson alþingismenn af Suðurnesjum mættu og héldu smá ræðu auk þess að gefa sér tíma í að tala við gesti. Dagurinn var svo toppaður þegar Sigmundur Davíð forsætisráðherra mætti mjög óvænt og settist niður meðal gesta og ræddi um allt milli himins og jarðar við þau. Frá þessu er greint í tilkynningu sem B-listinn sendi frá sér. Þar segir einnig að B-listinn vilji  þakka þeim sem komu og að vonandi láti sem flestir sjá sig í þessum mánuði, bæði til að spjalla og segja sína skoðun. Skrifstofa B-listans er á Vitatorgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingiskona mætti og hélt létta tölu.