Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sigga Dögg og Júlli á skvísukvöldi
Sigga Dögg kynfræðingur ætlar að fara yfir málin með skvísunum.
Miðvikudagur 13. mars 2013 kl. 06:00

Sigga Dögg og Júlli á skvísukvöldi

Skvízukvöld körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður haldið í Íþróttahúsinu við Sunnubraut föstudaginn 15.mars n.k. í salnum á annari hæð.

Húsið opnar kl. 19.30 með fordrykk, Brynja Aðalbergs sér um veislustjórnina eins og henni einni er lagið, smáréttir frá Örra í SOHO veitingum og Ása í Menu veitingum, kaffi og konfekt á eftir. Skemmtiatriði eru af bestu gerð, Sigga Dögg kynfræðingur, Elva Dögg Gunnarsdóttir uppistandari,  tískusýning frá DÍS,  skyndihappdrætti og svo tekur Júlli Guðmunds nokkur lög. Miðaverði er stillt í hóf en aðeins kostar 4.400 kr. Takmarkað magn miða er í boði, fyrstir koma fyrstir fá!
Styðjum við bakið á flottustu körfuboltastelpum landsins og látum sjá okkur, þetta verður alvöru !

Stelpurnar í liðinu eru að selja miða ásamt kvennaráði, endilega tryggið ykkur miða í tíma, einnig er hægt að panta miða á [email protected] og [email protected]

Hlökkum til að sjá ykkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Undirbúningsnefndin.

-