Síðsta sýningarhelgi á verkum Stefáns Geirs
Yfirlitssýningu á verkum Stefáns Geirs Karlssonar í Listasafni Reykjanesbæjar lýkur n.k. sunnudag 19. október og mun listamaðurinn verða á staðnum frá kl. 15:00.
Stefán Geir lærði plötu- og ketilsmíði á sínum tíma og útskrifaðist sem skipatæknifræðingur frá Helsingör Teknikum árið 1973. Hann hefur fengist við myndlist í 25 ár og er einkum þekktur fyrir skúlptúra sem unnir eru undir áhrifum popplistar. Hann hefur m.a. stækkað upp hversdagslega hluti og þannig krafið áhorfandann til að horfa á þekkt viðfangsefni öðrum augum en áður.
Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar er staðsettur í Duus húsum og er opinn alla daga frá kl. 13:00 - 17:00.
Stefán Geir lærði plötu- og ketilsmíði á sínum tíma og útskrifaðist sem skipatæknifræðingur frá Helsingör Teknikum árið 1973. Hann hefur fengist við myndlist í 25 ár og er einkum þekktur fyrir skúlptúra sem unnir eru undir áhrifum popplistar. Hann hefur m.a. stækkað upp hversdagslega hluti og þannig krafið áhorfandann til að horfa á þekkt viðfangsefni öðrum augum en áður.
Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar er staðsettur í Duus húsum og er opinn alla daga frá kl. 13:00 - 17:00.