SÍÐASTA ÚTSKRIFT ÚR UNGLINGASKÓLA Í KEFLAVÍK
Holtaskóla var slitið í 47 sinn sl. laugardag. Eins og kunnugt er verða allir skólar í Reykjanesbæ langskiptir að hausti og því hlutverki Holtaskóla eða Gagnfræðaskólans í Keflavík, eins og han hét áður, sem unglingaskóla eins þess stærsta á landinu lokið. Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust með starfsfólki og nemendum á skólaslitunum.Nú dreifist hópurinn, en skólastjórinn Sigurður E. Þorkelsson hvatti nemendur til að rækja vinasambönd vel þótt bænum yrði nú skipt í skólahverfi. „Gleymið ekki gömlum vin þótt gefist aðrir“ voru einkunnarorð hans.Skólaslitin voru með hátíðlegum blæ og voru flutt tónlistaratriði af nemendum ásamt því að ræður voru fluttar og að sjálfsögðu fóru fram hefðbundnar verðlaunaafhendingar.Holtaskóli kom í ár svipað og áður út úr samræmdum prófum en skólinn er í kring um landsmeðaltalið.