Síðasta sýningarhelgi Vulvu
Sýning Valgerðar Guðlaugsdóttur “Vulva” í Suðsuðvestur lýkur sunnudaginn 13. desember í sýningarrýminu Suðsuðvestur, Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ.
Valgerður vinnur verk sín út frá kvenímyndinni og veltir henni á ýmsa kannta á þessari sýningu. Myndir af Playboy fyrirsætum, tilfinningaskæruliðar og kona með einhyrningshorn koma fyrir
ásamt því að fylgst er með ævintýrum prjónadúkkukonu.
Sýningin er opin frá klukkkan 14 - 17 um helgar og/eða eftir samkomulagi í síma 662 8785 (Inga)