Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Síðasta sýningarhelgi Kristins
Mánudagur 1. desember 2003 kl. 11:39

Síðasta sýningarhelgi Kristins

Sýningu Kristins Pálmasonar í  Listasafni  Reykjanesbæjar lýkur sunnudaginn 7. des. n.k..   Sýningin samanstendur m.a. af "Kraftaverkaverkamálverkaseríunni" frá 1998 en hún kemur nú í fyrsta sinn fyrir  augu almennings hér á landi. Kristinn hefur einnig unnið höggmynda- og hljóðinnsetningarnar "Hellirinn" og "Kraftaverkahljóðverkið" sérstaklega fyrir þessa sýningu.

Kristinn útskrifaðist frá MHÍ 1994 og frá The Slade School of Fine Art í London 1998.  Hann á að baki 9 einkasýningar og fjölda samsýninga auk þátttöku í ýmsum samvinnuverkefnum, nú síðast í Hafnarborg ásamt Baldri J. Baldurssyni og Gulleik Lövskar. Þetta er önnur einkasýning Kristins á þessu ári en í september s.l. sýndi hann all sérstæða málverkainnsetningu í Gallerí Skugga. Listamaðurinn verður sjálfur á staðnum n.k. sunnudag milli kl. 15.00- og 16.00.

Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar er staðsettur í Duushúsum, Duusgötu 2  í  Reykjanesbæ og er opinn alla daga frá 13.00 - 17.00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024