Síðasta sýningarhelgi Ferskra vinda í Suðurnesjabæ
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar á Íslandi er nú haldin í sjöunda sinn frá 15. desember 2022 til 15. janúar 2023 undir listrænni stjórn Mireyu Samper. Hátíðin er haldin í Suðurnesjabæ en þema hátíðarinnar í ár er „ljósið“.
Opnun sýninga, tónleika, gjörninga og uppákoma var um síðustu helgi í sýningarrými að Sunnubraut 4 í Garði. Boðið er upp á ókeypis leiðsögn dagana 14. og 15. janúar, sem eru viðburðardagar hátíðarinnar. Einnig er opið alla virka daga á skrifstofutíma bæjarins til 15. janúar.
Boðið er uppá rútuferðir á milli sýningarstaða en rúta fer frá Ráðhúsinu í Garði kl.14:30 laugardag og sunnudag. Dans, tónlist og annað listform.