Síðasta sýningarhelgi Ferskra vinda í Garði
Nú er síðasta helgi listaverkefnisins Ferskra vinda í Garðinum framundan. Mikil dagskrá verður alla helgina. Rútuferðir með leiðsögn á milli listaverka verða báða dagana, tónleikar og gjörningar í Útskálkirkju ásamt ýmsu öðru. Mikil aðsókn hefur verið undanfarnar helgar í rútuferðirnar, en frítt er i ferðirnar og alla viðburði á vegum Ferskra vinda.
Hvetjum alla listunnendur á Íslandi til að koma og skoða það sem listamennirnir hafa skilið eftir sig hér í Garðinum.
Með því að smella hér má sjá dagskrá helgarinnar.
Myndin: Eitt af mörgum listaverkum sem verður tíl sýnis um helgina. "Plastic attack" eftir listamanninn Clay Appenouvon frá Togó í Afríku sem býr og starfar í Frakklandi.
Hér eru nánari upplýsingar um listamanninn og hans verk á heimasíðu Ferskra vinda.