Síðasta sýningarhelgi Eyjólfs Einarssonar í Listasafni Reykjanesbæjar
Sýningu Eyjólfs Einarssonar í Listasafni Reykjanesbæjar lýkur sunnudaginn 8. mars. Á sýningunni, sem ber heitið Söknuður, gefur að líta 14 olíumálverk eftir Eyjólf. Hann hefur í tæpa hálfa öld sýnt verk sín víða bæði hér á landi og erlendis og er löngu orðinn þekktur fyrir skemmtilega túlkun sína á líkingunni um hringekjuna og Parísarhjólið sem hringrás og fallvaltleika lífsins. Hægt verður að hitta á Eyjólf sjálfan á sýningunni á laugardag frá kl. 15.00.
Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum er opinn virka daga frá kl. 11.00 til kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00-17.00. Aðgangur er ókeypis.
Mynd: Að leiðarlokum