Síðasta sýningarhelgi Dýranna í Hálsaskógi
Leikfélag Keflavíkur sýnir Dýrin í Hálsaskógi í allra síðasta sinn sunnudaginn 18. febrúar.
Sýningin hefur fengið einróma lof áhorfenda og hafa færri komist að en vilja. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hafði meðal annars þetta að segja um sýninguna: „Leikgleðin og metnaðurinn þarf ekkert að vera minni í áhugaleikhúsunum. Það sáum við suður með sjó.“
Sýningarnar eru kl. 14:00 og 17:00 og hægt er að panta miða í síma 421-2540 eftir kl. 14:00 og einnig í gegnum Facebook síðu leikfélagsins. Miðaverð er 2500 kr. og fara sýningarnar fram í Frumuleikhúsinu.