Síðasta sýning Hljómasöngleiksins í kvöld
 Í kvöld verður síðasta sýning á söngleiknum Bláu augun þín sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur sett upp. Í sýningunni er farið í gegnum sögu hinnar Keflvísku hljómsveitar Hljóma. Um eitt þúsund manns hafa séð sýninguna sem hefur hlotið góða dóma.
Í kvöld verður síðasta sýning á söngleiknum Bláu augun þín sem Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur sett upp. Í sýningunni er farið í gegnum sögu hinnar Keflvísku hljómsveitar Hljóma. Um eitt þúsund manns hafa séð sýninguna sem hefur hlotið góða dóma. Sýningin fer fram í Stapanum og hefst klukkan 20:00. Miðasala fer fram í Hljómval og Stapanum. Nánari upplýsingar í síma 862-5213.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				