Síðasta opna hús vetrarins hjá SVFK
Síðasta opna hús vetrarins hjá Stangveiðifélagi Keflavíkur verður haldið nk. fimmtudagskvöld, 27. apríl, í húsnæði félagsins að Hafnargötu 15 efri hæð.
Gestur okkar að þessu sinni er Guðmundur Guðjónsson sem starfrækir veiðivefinn Vötn og Veiði. Guðmundur er einn allra reyndasti veiðiblaðamaður á Íslandi, hann sá um árabil um öll veiðiskrif í Moggann og gefur árlega út Stangveiðiárbókina.
Guðmundur ætlar að kynna fyrir okkur Stangaveiðiárbókina sem kom út fyrir síðustu jól, og einnig ætlar hann að kynna fyrir okkur hinn stórglæsilega veiðivef sinn,www.votnogveidi.is Við hvetjum menn til að fjölmenna á þetta síðasta opna hús í vetur.
Nefndin
Gestur okkar að þessu sinni er Guðmundur Guðjónsson sem starfrækir veiðivefinn Vötn og Veiði. Guðmundur er einn allra reyndasti veiðiblaðamaður á Íslandi, hann sá um árabil um öll veiðiskrif í Moggann og gefur árlega út Stangveiðiárbókina.
Guðmundur ætlar að kynna fyrir okkur Stangaveiðiárbókina sem kom út fyrir síðustu jól, og einnig ætlar hann að kynna fyrir okkur hinn stórglæsilega veiðivef sinn,www.votnogveidi.is Við hvetjum menn til að fjölmenna á þetta síðasta opna hús í vetur.
Nefndin