Síðasta Ljósanæturballið fyrir covid var rosalegt
Sigurbergur Bjarnason stendur í ströngu þessa dagana en hann þjálfar knattspyrnulið Hafna sem gæti tryggt sér sæti í fjórðu deild á Ljósanótt þegar Hafnamenn mæta liði Mídas í seinni leik liðanna á laugardaginn en Hafnir unnu fyrri leikinn 3:0. Sigurbergur er með fleiri járn í eldinum en fyrir nokkrum dögum síðan bættist lítil stelpa í barnahópinn hjá honum og konu hans, Sigríði Guðbrandsdóttur. Sigurbergur gaf sér þó tíma til að svara nokkrum Ljósanæturspurningum Víkurfrétta.
Hvernig varðir þú sumarfríinu? Ég eyddu miklum tíma í Vatnaveröld og leiksvæðum um allan bæ með sonum mínum Degi Martin og Davíð Breka.
Hvað stóð upp úr? Noregsferð með strákunum. Fórum nokkrir til Ålasund þar sem æskuvinur okkar býr.
Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? Að Njarðvík sé í toppbaráttu um að komast upp í efstu deild.
Áttu þér uppáhaldsstað til að heimsækja innanlands? Neskaupstaður.
Hvað ætlar þú að gera í vetur? Ég verð mest heima að skipta á bleyjum. Lítil stelpa bættist í barnaskarann í lok ágúst. Það verður fjör.
Hvernig finnst þér Ljósanótt? Ég elska Ljósanótt, frábær hátíð.
Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? Árgangagönguna.
Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? Ljósanæturballið 2019. Síðasta Ljósanæturballið fyrir covid, það var rosalegt.
Hefur skapast hefð í tengslum við Ljósanótt, eitthvað sem þú gerir alltaf? Kíkja á listasýningar og súpa hjá mömmu.