Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Síðasta ganga sumarsins
Miðvikudagur 13. ágúst 2014 kl. 09:20

Síðasta ganga sumarsins

Gönguferð á Þorbjörn

Reykjanesgönguferðir fara í lokagöngu sumarsins í dag miðvikudaginn 13. ágúst, kl 19:00 er lagt af stað með rútu frá Vesturbraut 12 og er kostnaður kr 1000 í rútuna. Gengið verður upp Gyltustíg í gegnum tilkomumiklar gjár á toppi fjallsins Þorbjörns og komið niður við skógræktina á Baðsvöllum, þaðan verður gengið að Svartsengisvirkjun þar sem tekið verður á móti hópnum með veitingum og dregið verður í happadrætti kvöldsins þar sem tveir vinningshafar fá dekurdag í Bláa Lóninu og útivistarfatnað frá 66Norður.

Göngutími 2-3 klst.
Gengið verður frá stað A - B semsagt ekki í hring.
Áætlaður heimkomutími kl 23:00

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir velkomnir.
Brottför með rútu kl. 19:00 frá Hópferðum Sævars, Vesturbraut 12 Reykjanesbæ.
Kostnaður rútufargjald kr. 1.000 pr. mann.
Göngufólk er á eigin ábyrgð í gönguferðunum.
Leiðsögumaður er Rannveig L. Garðarsdóttir