Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Setur gjöf undir jólatréð í Smáralind
Föstudagur 29. desember 2017 kl. 07:00

Setur gjöf undir jólatréð í Smáralind

Elísa Sveinsdóttir er þessa dagana að klára meistaranám í íþrótta- og heilsufræði en hún er búsett í Reykjanesbæ. Hún starfar einnig sem danskennari í Bryn Ballett Akademíunni og sem umsjónarkennari í 2. bekk í Háaleitisskóla auk þess sem hún kennir íþróttir, sund og dans skólanum. Elísa ætlar að setja gjöf undir jólatréð í Smáralind og rúnta um bæinn með föður sínum á aðfangadag.

Hvar varst þú á aðfangadag?
„Með fjölskyldunni heima hjá mömmu og pabba.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ert þú með einhverjar hefðir um jólin?
„Það er nauðsynlegt að horfa á Christmas Vacation til að koma sér í jólagírinn og á aðfangadag förum við pabbi alltaf rúnt með jólakortin og gjafirnar til ættingja og vina.“

Hvað var í matinn á aðfangadag?
„Svínahamborgarhryggur og meðlæti að hætti mömmu og heimagerður Toblerone ís í eftirrétt.“

Er eitthvað hér á Suðurnesjum sem þú mælir með að fólk nýti sér/geri um jólin?
„Fara á kaffihús að fá sér heitt kakó og mynda góða jólastemningu.“

Ætlar þú að láta eitthvað gott af þér leiða um jólin? Ef svo er, hvernig?
„Já, ég setti gjöf undir jólatréð í Smáralindinni.“