Settu skemmtilegan svip á þjóðhátíðardaginn
Fjöllistafólk frá Leikfélagi Keflavíkur setti skemmtilegan svip á hátíðarhöld dagisns í Skrúðgarðinum í Keflavík í dag. Þarna mátti sjá mjög hávaxnar fígúrur og einnig skrautlega málað fólk sem sýndi listir sínar nú eða bara bauð fólki gleðilegan þjóðhátíðardag. Þessi föli fjöllistamaður var mjög fær með boltana sína og kastaði þeim einum af öðrum upp í loft og greip jafnharðan aftur. Vel var staðið að allri dagskrá í dag og veðurguðirnir voru bara í ágætu skapi og buðu upp á sól í heiði en aðeins andvara, svona til að láta fánana blakta.
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson