Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Setja af stað fantasy-deild
Miðvikudagur 18. apríl 2012 kl. 14:33

Setja af stað fantasy-deild





Tveir athafnasamir Njarðvíkingar eru að setja á laggirnar svokallaða fantasy-deild í kringum íslensku knattspyrnuna í sumar. Fantasydeildin eins og leikurinn kallast er leikur fyrir Pepsi deild karla í anda Fantasy Premier League sem nýtur mikilla vinsælda meðal knattspyrnuáhugamanna hérlendis og víðar.

Það eru þeir Aron Már Smárason og Fannar Berg Gunnólfsson sem sjá um síðuna en þeir félagar eru m.a. í samstarfi við Ölgerðina. Netmiðlun sér um að halda síðunni úti en hún opnar á morgun. „Þetta opnar með krafti á morgun eftir hádegi og allir geta verið með, þetta er allt frítt,“ sagði Aron Már í samtali við vf.is. Verðlaunin verða ekki af verri endanum en Ölgerðin og Jói útherji munu að mestu leyti sjá um þau. Verða veitt verðlaun með 5 umferða millibili og svo eru stór verðlaun í lokin „Draumurinn er svo að hafa ferð á enska boltann í verðlaun en það er allt í vinnslu,“ bætti Aron við. Þeir félagar fengu hugmyndina þegar þeir voru að spjalla saman um að það vantaði svona deild á Íslandi, svo þeir ákváðu að gera þetta bara sjálfir.

Aron og Fannar eru miklir knattspyrnuáhugamenn sjálfir en Aron spilar með Hamri í 2. deildinni og Fannar er að þjálfa 2. flokk hjá Fylki. Aron var duglegur að finna netmöskvana hér á árum áður í treyju Njarðvíkinga og hefur leikið m.a. með Breiðablik í efstu deild.

Leikurinn fer þannig fram að þú velur 15 manna lið fyrir 100 milljónir úr Pepsi deild karla. Svo fá leikmenn ákeðinn fjölda stiga eftir því hvernig þeir standa sig og þar fram eftir götunum en nánari upplýsingar má nálgast á síðum fantasydeildarinnar hér að neðan.

Hér má finna heimasíðu leiksins og einnig Facebooksíðu.

Mynd: Félagarnir Aron og Fannar saman á góðri stundu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024