Servíettumyndasala gekk vel
Skjólstæðingar iðjuþjálfunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja seldu vel af þrívíddarmyndum sem þeir hafa unnið síðustu mánuði, en salan fór fram fimmtudaginn 13. maí.
Að sögn Berglindar Báru Bjarnadóttur iðjuþjálfara á HSS er það mjög góð og áhugahvetjandi þjálfun að líma, negla saman, mála og útbúa servíettumynd inn í ramma. „Við þessa iðju reynir á fínhreyfingar, samhæfingu hugar, augna og handa, einbeitingu, nákvæmni og fleira. Félagslegi þátturinn gegnir einnig veigamiklu hlutverki í þjálfuninni. Myndasalan gekk vel og voru skjólstæðingar okkar stoltir og ánægðir með að sýna sín glæsilegu þjálfunarverk,“ sagði Berglind í samtali við Víkurfréttir.
Myndin: Kokkurinn á HSS keypti að sjálfsögðu mynd.
Að sögn Berglindar Báru Bjarnadóttur iðjuþjálfara á HSS er það mjög góð og áhugahvetjandi þjálfun að líma, negla saman, mála og útbúa servíettumynd inn í ramma. „Við þessa iðju reynir á fínhreyfingar, samhæfingu hugar, augna og handa, einbeitingu, nákvæmni og fleira. Félagslegi þátturinn gegnir einnig veigamiklu hlutverki í þjálfuninni. Myndasalan gekk vel og voru skjólstæðingar okkar stoltir og ánægðir með að sýna sín glæsilegu þjálfunarverk,“ sagði Berglind í samtali við Víkurfréttir.
Myndin: Kokkurinn á HSS keypti að sjálfsögðu mynd.