Sérsmíðuð víkingalína fyrir Víkingaheima
Skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage hefur í nógu að snúast en hún lætur góð tækifæri heldur ekki framhjá sér fara. Þegar Einar Bárðarson hringdi í hana og bað hana um að gera víkingalínu fyrir Víkingaheima í Reykjanesbæ sagði hún já og hófst strax handa við sköpunina. Frá þessu er greint á vef Pressunnar, www. pressan.is
Nú er afraksturinn tilbúinn. Víkingalínan hefur að geyma ýmsa hluti eins og kokkteilhristara í víkingastíl. Kokkteilhristararnir eru úr sterling silfri og tré. Hlutirnir úr víkingalínunni eru seldir í Víkingaheimum í Reykjanesbæ.