Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sendir jólakortin í huganum
Jóna gæti hugsað sér að vera í útlöndum hjá systrum sínum um jólin.
Fimmtudagur 24. desember 2015 kl. 07:00

Sendir jólakortin í huganum

Sandgerðingurinn Jóna Júlíusdóttir er í námi og því finnst henni jólin ekki koma fyrr en prófum er lokið og helst ekki fyrr en kennarar skila einkunnum.
Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskapið?
Ég hef sjaldan þolinmæði í bíómyndir og horfi sjaldan á myndir yfir höfuð, en það er samt ansi gott jólaatriði í Cold Mountain. Jack White tekur lagið meira að segja. Ég held að það verði að vera mitt uppáhald því það er næst því sem ég kemst að horfa á jólamynd.
 
Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir?
Er það ekki hugurinn sem gildir? Sendi þau nefnilega í huganum hvert einasta ár.
 
Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Já og nei, reyndar er alltaf sama rútínan hér, borðað klukkan 18:00 á aðfangadag og svo er hádegisboð með ömmu og afa á jóladag og svo kemur stórfjölskyldan í kaffi um daginn. Annar í jólum fer svo í náttföt og leti.
 
Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ætli það séu ekki hjólaskautarnir sem amma og afi gáfu mér þegar ég var svona 6 til 7 ára. Ég rúllaði mér fram og til baka á þeim um húsið öll jólin og eflaust fram á vor þegar ég gat loks verið á þeim úti.
 
Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarhryggur og meðlæti og heimatilbúinn ís í eftirétt.
 
Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Þar sem ég er námsmaður þá koma þau yfirleitt ekki fyrr en prófin eru búin og helst ekki fyrr en einkunnirnar koma, sem stundum er eftir jólin. Maður er nefnilega eins og strangtrúaður kaþólikki þegar maður er námsmaður, með krónískt samviskubit. En ég reyni að koma mér í jólaskap um leið og ég labba út úr síðasta prófinu.
 
Hefur þú verið eða gætir þú hugsað þér að vera erlendis um jólin? Já, þar sem ég á tvær systur sem búa erlendis og eyða öðrum hvorum jólum hér og hinum heima hjá sér þá gæti ég vel hugsað mér að endurgjalda þeim greiðann og vera hjá þeim einhver jólin.
 
Áttu þér uppáhalds jólaskraut? 
Litla jólatréið frá afa mínum, þar sem eg bý í íbúðinni hans var ekki annað hægt en að setja tréið hans upp og það fer upp á hverju ári og er hugsað vel um það.

Hvernig verð þú jóladegi? Bæði í hádegisboði og kaffiboði hérna heima. Svo er ég fljótt í náttfötin þegar búið er að ganga frá öllu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024