Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Selló og hörputónleikar í Útskálakirkju
Mánudagur 20. ágúst 2012 kl. 10:34

Selló og hörputónleikar í Útskálakirkju

Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari munu halda tónleika Í Útskálakirkju nk. sunnudag.

Sunnudaginn 26.ágúst kl. 17 verða haldnir tónleikar í Útskálakirkju í Garði. Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari munu leika þar tónleika undir yfirskriftinni:  Melankólía í melódíum og fjörugir dansar. Á efnisskránni er barokktónlist og rómantík ásamt draumkenndum sýnum í tónsmíð sem samin var sérstaklega fyrir dúóið. Flutt verður tónlist eftir m.a. Couperin, John Speight, Sigfús Einarsson, Saint-Saëns og Granados.  Dökkur og safaríkur sellótónninn og bjartir hörpuhljómarnir blandast sérlega ljúflega.
Gunnar og Elísabet hafa starfað saman um langa hríð. Efnisskrá þeirra hefur teygst frá barokktímanum til dagsins í dag. Þau hafa haldið tónleika víða um land s.s. á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi og Vestmannaeyjum, á Þingeyrum og Seyðisfirði. Árið 2004 gaf Zonet útgáfan út geisladisk þeirra. Þar má finna ýmsar perlur, m.a. Schubert Arpeggione sónötuna og Svaninn eftir Saint-Saëns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024