Seiðandi tangó
Tangó er í tísku og rómantíkin blómstrar. Nú spretta upp Milonga (tangoböll) í Reykjavík og er boðið reglulega upp á Milonga á Kaffe Kúltúre við Hverfisgötu og í Iðnó. Argentínskur tangó er ástríðufullur stílhreinn paradans, sem á rætur að rekja til Buenos Aires í Argentínu og er dansaður um allan heim. Einstök tangótónlistin er drifkraftur dansins sem byggist á aðferðum spuna og gerir hvern dans að einstakri upplifun parsins.
Föstudagskvöldið 3. október kl. 20:15 - 21:45 hefst 6 vikna námskeið í Púlsinum í Sandgerði. Kennarar verða hjónin Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadya en þau hafa kennt tangó um árabil ma. í Kramhúsinu. Sjálf hafa þau lært hjá nokkrum af þekktustu kennurum í Buenos Aires og víðar. Skráning er í síma 848-5366 eða á netinu www.pulsinn.is