SEFUR BÆJARSTJÓRN SANDGERÐIS OG FORMAÐUR V.S.F.S.? UPPSAGNIR HJÁ H.B.
Ég var hissa er ég sá orð formanns V.S.F.S. í R.T. 7.október s.l. Hann veit ekki til þess að neinum hafi verið sagt upp störfum hjá H.B. Halló, er ekki allt í lagi? Vélamönnum var sagt upp, verkstjórum var sagt upp, vélstjóra og lyftaramanni var sagt upp, þvottakonunum var sagt upp, trésmiðum og mönnum í smiðjunni var sagt upp og nokkrar konur, sem ekki treystu sér í loðnuþurrkunina, eru farnar annað eða eru heima. Þetta eru bara síðustu uppsagnir hjá H.B. Kvótinn farinnLítum aðeins á hvað búið er að vera að gera síðan H.B. og Miðnes sameinuðust. Allur kvóti H.B. er farinn úr Sandgerði, allir bátarnir eru farnir, allir sjómennirnir, löndun og þjónusta farin. Netaverkstæðið lagt niður, beitningamennirnir skriðnir út úr skúrunum. Saltvinnslan lögð niður og nú ferskvinnslan. Hvað er þá eftir? Loðnuþurrkunin. Og hversu lengi ætli hún starfi? Eins lengi og Atvinnuþróunarsjóður styrkir verkefnið, sem eru 2 ár, ekki lengur. Þá verða húsin tóm eftir.Stjórnendur sögðust ætla að auka vinnsluÁ starfsmannafundi s.l. vor, voru stjórnendur fyrirtækisins spurðir hvort stæði til að loka fiskvinnslunni í Sandgerði. Svörin þá voru NEI, NEI, til stendur að auka vinnsluna hér, sögðu þeir. Annað hefur komið á daginn. Það væri gaman að vita hversu margir starfsmenn af Suðurnesjum voru á launaskrá hjá fyrirtækinu fyrir 2-3 árum síðan og hversu margir þeir verða um næstu áramót þegar síðustu uppsagnirnar taka gildi.Losa sig við „neikvæða” starfskraftaStaðreyndin er sú að einn stærsti atvinnurekandi á sviði sjávarútvegs á Suðurnesjum, H.B. Miðnes, s.l. áratugi er farinn af svæðinu. Þeim leiðist það ekkert, stjórnarmönnum ofan af Akranesi, eins og þeir orðuðu það á starfsmannafundi 23.september s.l., þar sem öllum starfsmönnum fiskvinnslunnar var sagt upp störfum með dags fyrirvara. Flestum verður boðin vinna í loðnuþurrkuninni, EN þeir ætla að sér að losa sig við alla neikvæða starfskrafta. ÞVÍLÍKUR HROKI. Hvar var verkalýðsforinginn þá? Er allt þetta starfsfólk sem misst hefur vinnuna s.l. mánuð svona neikvætt? Margt af því hefur starfað hjá fyrirtækinu í áratugi.Það fer nú bara um mann, sérstaklega þegar horft er til þess að H.B. er eitt stærsta fyrirtækið í sjávarútvegi á landinu, einn stærsti kvótaeigandinn.Sefur verkalýðsforystan og bæjarstjórn?Þess vegna spyr ég formann V.S.F.S., hvað meinar þú þegar þú segist ekki vita til þess að neinum hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu? Og frá Bæjarstjórn Sandgerðis heyrist ekki neitt. Ég trúi því ekki að bæjarstjórnin sé ánægð með ástand mála. Ætla þeir bara að bíða þangað til sama ástand skapast hér í Sandgerði eins og víða er í öllum sjávarplássum á Íslandi? Fyrir alla muni VAKNIÐ, og farið að gera eitthvað. Til þess eruð þið kosnir.Með kveðju og von um bætt atvinnuástand í Sandgerði.Verkakona hjá H.B.