Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Saxi læknir opnaði læknastofu í Stapa
Sunnudagur 14. september 2003 kl. 14:39

Saxi læknir opnaði læknastofu í Stapa

Saxi læknir opnaði læknastofu í Stapanum í gærkvöldi. Hann greindi fjölda gesta sem mættu í Stapann til að sjá Brimkló  á sviði. Einnig voru í Stapanum Mófreður gamli, 110 ára, Jarmundur búfræðingur og fjöldi annarra þekktra einstaklinga sem fylgt hafa þeim Halla og Ladda í gegnum tíðina.

Mikil skemmtidagskrá var í Stapanum í gær þar sem bræðurnir Halli og Laddi skemmtu gestum Stapans. Áður hafði fólk notið glæsilegs hlaðborðs og síðan var dansað fram á nótt við undirleik og söng Björgvins Halldórssonar og félaga í Brimkló.

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi af Jarmundi búfræðingi og gestum Stapans, sem skemmtu sér konunglega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024