Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Saumaði strumpabúninga á barnabörnin
Sunnudagur 26. febrúar 2012 kl. 14:14

Saumaði strumpabúninga á barnabörnin


Barnabörn Hafrúnar Víglundsdóttur í Garðinum voru heldur betur lukkuleg í vikunni með nýju öskudagsbúningana sína sem amma þeirra saumaði. Tíu strumpabúningar voru saumaðir á tíu dögum eða einn búningur á dag. Hópurinn kom svo saman á mánudagskvöldið síðasta til að máta búningana og þá var tækifærið notað og hópnum stillt upp í hópmynd fyrir Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Öskudagshefðin er orðin sterk á Suðurnesjum og búningar verða alltaf veglegri með hverju árinu. Í ár hefur skapast umræða um að komnir séu á markað búningar sem þykja fara yfir velsæmismörk. Það er alveg ljóst að búningarnir sem Hafrún saumaði á barnabörnin sín eru ekta öskudagsbúningar og þarna fer ekki á milli mála að það eru strumpar á ferð.


Á myndinni er Hafrún með átta barnabörnum og einu barnabarnabarni. Þá er sonur Hafrúnar, Karl Júlíusson, klæddur sem æðsti strumpur á miðri mynd.