Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sat Óli fyrir hjá Sossu?
Miðvikudagur 23. desember 2015 kl. 06:00

Sat Óli fyrir hjá Sossu?

Jólasýning hjá Sossu myndlistarkonu í Keflavík er orðin fastur liður hjá mörgum í jólahaldinu í desember. Sossa hélt sýningu núna í tuttugasta sinn og fékk marga gesti í heimsókn aðra helgina í jólamánuðinum.

Hún hló og jánkaði því þegar hún varð spurð hvort hún væri á erótískari nótum því á nokkrum myndanna mátti sjá slíka takta hjá myndlistarskonunni. Einhverjir spurðu hvort eiginmaður hennar, Ólafur Jón, hafi setið fyrir. Sossa neitaði því ekki en játaði ekki heldur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sossa fékk tvo góða gesti til að troða upp á vinnustofunni, ljóðskáldið Jón xxx og tónlistarmaðurinn Svavar Knútur glöddu gesti með ljóðalestri og söng. Tíðindamaður VF kíkti við og smellti myndum af myndum og fólki.

Brynja Aðalbergsdóttir, Björk Þorsteinsdóttir og Margrét Sumarliðadóttir á jólaspjalli.

Svavar Knútur tók nokkur lög hjá Sossu eins og hann hefur gert undanfarin ár.

Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar mætti með Hjálmari sínum Árnasyni og ræddi málin líka við Guðbrand Einarsson forseta bæjarstjórnar.

Hver „situr“ fyrir hér?