Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sannkölluð Idol Stemmning í Grindavík og allir farsímar hlaðnir
Föstudagur 16. janúar 2004 kl. 16:36

Sannkölluð Idol Stemmning í Grindavík og allir farsímar hlaðnir

„Hér er bara alveg frábær stemmning og allir mjög spenntir fyrir keppninni í kvöld,“ sagði Elín Guðmundsdóttir starfsstúlka í versluninni Aðalbraut í Grindavík þegar Víkurfréttir spurðu út í stemmninguna í bænum. Í kvöld halda stuðningsmenn Kalla Bjarna, fulltrúa Suðurnesjamanna í Idol keppninni hátíð til stuðnings honum í Festi í Grindavík en Stöð 2 verður með beina útsendingu þaðan í kvöld. Elín segir að Grindvíkingar hafi mikla trú á þeirra manni í keppninni. „Það vona allir að sjálfsögðu að hann vinni,“ segir Elín og hún telur að frammistaða Kalla í keppninni sé Grindvíkingum og Suðurnesjamönnum til mikils sóma. Elín ætlar sjálf að kíkja í Festi í kvöld. „Það er ekki spurning að það verða allir farsímar í Grindavík hlaðnir í kvöld,“ sagði Elín hlæjandi.
Einnig verða Idol kvöld á veitingastöðunum Sjávarperlunni og Cactus í Grindavík í kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024