SANDGERÐISSKÓLI:
Sandgerðisskóli tekur við 28 börnun í fyrsta bekk og eru þá nemendur samtals 280. Enn vantar 4 kennslustofur til að hægt verði að einsetja skólanns sem núna er fullnýttur frá kl. 08-14:20 dag hvern.„Fyrirhuguð er úttekt á húsnæði og búnaði skólans til að bregðast við skólastofuþörfinni. Hins vegar má til þess líta að bekkjadeildir eru almenn fámennar, þær fjölmennustu skipa líklegast 24 nemendur, 17 í bóklegri kennslu“ sagði Guðjón Þ. Kristjánsson skólastjóri. Síðasti kennarinn var ráðinn um síðustu helgi og eru nýir kennarar þrír, Bergný Jóna Sævarsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir og Gunnar Guðmundsson en að auki var ráðinn inn einn leiðbeinandi, Einar Júlíusson.“ Guðjón var bjartsýnn á veturinn og sagðist skynja jákvætt viðhorf til skólamála í bæjarkerfinu. „Niðurstöður samræmdu prófana síðasta vor voru mörgum vonbrigði og hef ég fundið fyrir einlægum vilja bæjaryfirvalda til áframhaldandi jákvæðrar uppbyggingar skólastarfsins. Er ég sannfærður að við erum á réttri leið.“