Sandgerðisdagar til sóma - myndir
Það er gaman að geta greint frá því að nýafstaðnir Sandgerðisdagar fóru vel fram og voru öllum sem þar að komu með einum eða öðrum hætti til sóma. Bæjarhátíðin, sem nú var haldin í áttunda sinn stóð frá 26. ágúst og fram á helgina. Þar skemmtu sér saman allir aldurshópar bæjarbúa og aðkomufólks og var ánægjulegt að sjá hversu vel tókst til í alla staði, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
- Svipmyndir frá Sandgerðisdögum verða í Víkurfréttum á fimmtudaginn. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi sl. laugardagskvöld á hátíðarsvæðinu.